Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:30 Mögulega er trefillinn orsök þess að Auba vill fara til Barcelona. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira