Kannaði persónueinkenni ofbeldismanna í nánum samböndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:32 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Vísir/Egill Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku. Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku.
Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira