Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:00 Ole Gunnar Solskjær, Phil Jones og David De Gea ganga á velli á Old Trafford í gær á meðan stuðningsmenn félagsins baula á þá. Getty/Alex Livesey Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira