Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49