Ancelotti rifjaði upp tapið á móti Liverpool í Istanbul eftir hörmungar Everton í uppbótartíma í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:00 Erfið kvöld fyrir ítalska stjórann. Carlo Ancelotti 2005 og 2020. Getty/Samsett Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira