Báðu um að flóðin yrðu hreinsuð í burtu til að auka öryggi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 13:08 Snjóflóð féllu sitthvoru megin við varnargarðinn á Flateyri. Vísir/Egill Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira