Segir ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2020 14:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. Um helgina sendi ráðuneytið nefndinni svör við upplýsingabeiðni sem nefndin óskaði eftir 17. desember síðastliðinn vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Spurt var hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi ráðherra á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum sem tengjast Samherja eða tengdum aðilum. Þá var spurt hvernig hæfi ráðherra í ráðuneytinu sé metið og um verkferla. Að lokum var spurt hvaða lög eða lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra. Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður nefndarinnar, lagði til að ráðherrann yrði kallaður fyrir nefndina sem fyrst. „Og við fengum svör við þessum þremur spurningum og ræddum þá næstu skref í málinu. Nefndarmenn töldu þetta fullnægjandi. Ég lagði til að næsta skref yrði að fá ráðherra til fundar fyrir nefndina til þess að hægt væri að spyrja nánar, nefndarmenn gætu áttað sig betur á þessu svari. Það er liður í að skilja upplýsingar sem berast skriflega að ræða þær. Ef einstakir nefndarmenn óska eftir frekari upplýsingum eða frekari gögnum fyrir þann fund þá förum við hugsanlega fram á eitthvað slíkt,“ segir Líneik. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Baldur Svar ráðuneytisins var mjög afmarkað og náði til stjórnsýslukæra sem barst ráðuneytinu. Í greinargerðinni segir að til meðferðar í ráðuneytinu séu yfir 250 stjórnvaldskærur. „Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algerra undantekninga. Á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra aldrei komið að meðferð stjórnsýslukæru. Í aðeins eitt skipti var ráðherra sérstaklega upplýstur um niðurstöðu úrskurðar þegar hann lá fyrir, en hann varðaði leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni fyrir fiskiskipið Kleifarberg RE-70.“ Í greinargerðini var sagt að ráðherra hefði hvorki neinna hagsmuna að gæta gagnvart Samherja né nein tengsl við fyrirtækið önnur en þau að hafa um áratugaskeið þekkt einn aðaleigandafélagsins, Þorstein Má Baldvinsson. „Var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki vanhæfi hans í málum sem vörðuðu ekki mikilverða hagsmuni. Í því fólst að starfsmenn ráðuneytisins voru hæfir til afgreiðslu stjórnvaldsúrskurða sem beindust að félaginu.“ Þórhildur Sunna er ekki sátt með greinargerðina og finnst ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt. Hún bendir á að ráðherra hafi eftirlitshlutverki að gegna gagnvart undirstofnunum hans og frumkvæðisskyldur til að bregðast við ef misbrestir verða við framkvæmd laga sem Alþingi setur. „Ég fæ ekki séð á þessu minnisblaði að þetta hafi verið tekið til greina sem hluti af þeim spurningum sem nefndin sendi þó mér finnist alveg skýrt að það ætti að líta til þessa. Það er nokkuð skýrt í stjórnsýslureglunum hvað fellur undir hæfisreglur.“ Þórhildur Sunna segir ráðuneytið túlka reglurnar með mun takmarkaðri hætti en tilefni sé til. „Þau horfa mjög þröngt á þetta hæfishugtak og þrengra en mér finnst eðlilegt að gera, sérstaklega ef það kemur að aðila sem er jafn stór og raun ber vitni í sjávarútveginum sem er veigamikill þáttur í starfi ráðherra. Ég fær ekki séð annað en að þau einblíni bara á stjórnsýsluþáttinn, það er að segja stjórnvaldsákvarðanir ráðherra, það er að segja hans ábyrgð á stjórnsýslukærum og að leysa úr þeim þó það sé oft gert bara inn í ráðunyeti, en ekki gagnvart öðrum embættisathöfnum ráherra eins og til dæmis frumvarpsgerð, reglugerðarbreytingum, reglugerðargerð, hvað þá almennar stjórnvaldsákvarðanir og fleira.“ Þetta séu allt spurningar sem vanti svör við. „Mér finnst alveg skýrt á máli þeirra sérfræðinga sem við höfum talað við og hafa komið fyrir nefndina, að hæfisreglur stjórnsýsluréttar ná líka utan um þessa þætti og þessar athafnir ráðherra. Ég fæ ekki lesið út úr svörum ráðuneytisins að horft hafi verið til þessara athafna ráðherra við gerð þessara svara til okkar og þess vegna standa þær spurningar ennþá eftir.“ Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Þingnefnd ræðir gögn um hæfi Kristjáns Þórs á mánudaginn Sjávarútvegsráðuneytið hefur skilað svörum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 18. janúar 2020 19:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið túlka reglur um hæfi ráðherra allt of þröngt. Um helgina sendi ráðuneytið nefndinni svör við upplýsingabeiðni sem nefndin óskaði eftir 17. desember síðastliðinn vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Spurt var hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi ráðherra á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum sem tengjast Samherja eða tengdum aðilum. Þá var spurt hvernig hæfi ráðherra í ráðuneytinu sé metið og um verkferla. Að lokum var spurt hvaða lög eða lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra. Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður nefndarinnar, lagði til að ráðherrann yrði kallaður fyrir nefndina sem fyrst. „Og við fengum svör við þessum þremur spurningum og ræddum þá næstu skref í málinu. Nefndarmenn töldu þetta fullnægjandi. Ég lagði til að næsta skref yrði að fá ráðherra til fundar fyrir nefndina til þess að hægt væri að spyrja nánar, nefndarmenn gætu áttað sig betur á þessu svari. Það er liður í að skilja upplýsingar sem berast skriflega að ræða þær. Ef einstakir nefndarmenn óska eftir frekari upplýsingum eða frekari gögnum fyrir þann fund þá förum við hugsanlega fram á eitthvað slíkt,“ segir Líneik. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Baldur Svar ráðuneytisins var mjög afmarkað og náði til stjórnsýslukæra sem barst ráðuneytinu. Í greinargerðinni segir að til meðferðar í ráðuneytinu séu yfir 250 stjórnvaldskærur. „Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algerra undantekninga. Á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra aldrei komið að meðferð stjórnsýslukæru. Í aðeins eitt skipti var ráðherra sérstaklega upplýstur um niðurstöðu úrskurðar þegar hann lá fyrir, en hann varðaði leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni fyrir fiskiskipið Kleifarberg RE-70.“ Í greinargerðini var sagt að ráðherra hefði hvorki neinna hagsmuna að gæta gagnvart Samherja né nein tengsl við fyrirtækið önnur en þau að hafa um áratugaskeið þekkt einn aðaleigandafélagsins, Þorstein Má Baldvinsson. „Var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki vanhæfi hans í málum sem vörðuðu ekki mikilverða hagsmuni. Í því fólst að starfsmenn ráðuneytisins voru hæfir til afgreiðslu stjórnvaldsúrskurða sem beindust að félaginu.“ Þórhildur Sunna er ekki sátt með greinargerðina og finnst ráðuneytið túlka hæfisreglur allt of þröngt. Hún bendir á að ráðherra hafi eftirlitshlutverki að gegna gagnvart undirstofnunum hans og frumkvæðisskyldur til að bregðast við ef misbrestir verða við framkvæmd laga sem Alþingi setur. „Ég fæ ekki séð á þessu minnisblaði að þetta hafi verið tekið til greina sem hluti af þeim spurningum sem nefndin sendi þó mér finnist alveg skýrt að það ætti að líta til þessa. Það er nokkuð skýrt í stjórnsýslureglunum hvað fellur undir hæfisreglur.“ Þórhildur Sunna segir ráðuneytið túlka reglurnar með mun takmarkaðri hætti en tilefni sé til. „Þau horfa mjög þröngt á þetta hæfishugtak og þrengra en mér finnst eðlilegt að gera, sérstaklega ef það kemur að aðila sem er jafn stór og raun ber vitni í sjávarútveginum sem er veigamikill þáttur í starfi ráðherra. Ég fær ekki séð annað en að þau einblíni bara á stjórnsýsluþáttinn, það er að segja stjórnvaldsákvarðanir ráðherra, það er að segja hans ábyrgð á stjórnsýslukærum og að leysa úr þeim þó það sé oft gert bara inn í ráðunyeti, en ekki gagnvart öðrum embættisathöfnum ráherra eins og til dæmis frumvarpsgerð, reglugerðarbreytingum, reglugerðargerð, hvað þá almennar stjórnvaldsákvarðanir og fleira.“ Þetta séu allt spurningar sem vanti svör við. „Mér finnst alveg skýrt á máli þeirra sérfræðinga sem við höfum talað við og hafa komið fyrir nefndina, að hæfisreglur stjórnsýsluréttar ná líka utan um þessa þætti og þessar athafnir ráðherra. Ég fæ ekki lesið út úr svörum ráðuneytisins að horft hafi verið til þessara athafna ráðherra við gerð þessara svara til okkar og þess vegna standa þær spurningar ennþá eftir.“
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Þingnefnd ræðir gögn um hæfi Kristjáns Þórs á mánudaginn Sjávarútvegsráðuneytið hefur skilað svörum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 18. janúar 2020 19:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30
Þingnefnd ræðir gögn um hæfi Kristjáns Þórs á mánudaginn Sjávarútvegsráðuneytið hefur skilað svörum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 18. janúar 2020 19:53