Rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2020 13:49 Frá Flateyrarhöfn. Vísir/Egill Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira