Myndar dóttur sína árlega í brúðarkjól Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2020 20:00 Berglind Dís tók fyrstu myndina árið 2015 og sú nýjasta var tekin fyrr í þessum mánuði. Aðsendar myndir Á hverju ári klæðir Berglind Dís Guðmundsdóttir dóttur sína í brúðarkjól og tekur af henni myndir. Þetta hafa þær gert síðan stelpan var ársgömul. Berglind tímdi ekki að henda brúðarkjólnum sínum eftir brúðkaupið og ákvað þess í stað að nota hann í þessar árlegu myndatökur. „Við giftum okkur 12. júlí 2014 og brúðkaupið var fullkomið í alla staði. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Páll Óskar og Monica sáu um að gera það ógleymanlegt. Veislan var svo haldin í Sjónarhóli, Kaplakrika.“ Brúðarkjólinn fann Berglind Dís á síðunni Aliexpress og þrátt fyrir að hann hafi ekki verið rándýr, hafði hann mikið tilfinningalegt gildi. „Ég keypti kjólinn á Aliexpress, ég vildi eyða meiri pening í önnur atriði í brúðkaupinu eins og tónlist. Ég fann þennan eiginlega strax og ég byrjaði að leita. Hélt áfram að skoða en þessi fyrsti átti hug minn allan, svo ég tók sénsinn og pantaði. Hann kostaði ekki nema 20 þúsund krónur svo ég var að renna svolítið blint í sjóinn, þetta var viss áhætta, hvort ég fengi kjól drauma minna eða eitthvað drasl eins og svo margir hafa lent í. En svo kom hann, mánuði fyrir brúðkaup, algjörlega fullkominn. Framúrskarandi saumavinna, öll smáatriði í kjólnum fullkomin.“ Draumakjóllinn of lítill Gallinn var að „fullkomni“ kjóllinn passaði ekki. Hann var einfaldlega of þröngur. „Það vantaði fimm til sex sentímetra upp á að ég gæti rennt upp. Það var ekki séns að stækka kjólinn á neinn hátt, toppstykkið er gert úr blúndu. Ég vildi engan annan kjól, vildi bara þennan svo það var bara harkan sex og á þessum mánuði náði ég að renna upp og var eins og prinsessan sem ég vildi vera á brúðkaupsdaginn. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér að losa mig við hann.“ Það var þá sem Berglind ákvað að taka ljósmyndir af dóttur sinni í kjólnum á hverju ári. „Ég sá þessa hugmynd á Pinterest en þar var einhver sem hafði látið dóttir sína í kjólinn á hverju brúðkaupsafmæli. Ég útfærði þó hugmyndina öðruvísi og tek myndir af henni fyrir hvert afmæli hjá henni, sem er í janúar.“ Fyrsta myndin var tekin í janúar 2015 en þá var stúlkan eins árs gömul. Berglind Dís hefur því tekið slíka mynd sex ár í röð og stefnir á að halda myndatökunum áfram svo lengi sem dóttirin samþykkir að taka þátt í þessu. „Henni finnst þær æðislegar, hún elskar að fá að fara í stóra kjólinn. Við gerum þetta bara einu sinni á ári, í kringum afmælið hennar en samt er þetta rætt allt árið, hún spyr mikið út í þetta og hvenær hún geti farið næst í kjólinn, henni finnst þetta skemmtileg upplifun og nýtur þess að eiga stund í kjólnum á hverju ári.“ Berglind Dís í kjólnum á stóra daginn.Aðsend mynd Berglind Dís segir að það væri algjör draumur ef stelpan endar á að gifta sig í sama kjól, en ætlar þó ekki að setja pressu á það. „Núna þegar hún er orðin sex ára er hún farin að pæla aðeins meira í þessu og af hverju við séum að þessu. Við ræddum að þetta væri gaman fyrir hana þegar hún verður stærri, að eiga mynd af sér á hverju ári í þessum kjól. Ég sagði við hana að svo þegar hún giftir sig sjálf þá mætti hún nota þennan kjól, ef hún vildi. Hún sagðist strax vilja það sem var virkilega gaman að heyra, mér þætti það þvílíkur heiður ef hún vill nota hann í hvaða mynd sem er“. Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Á hverju ári klæðir Berglind Dís Guðmundsdóttir dóttur sína í brúðarkjól og tekur af henni myndir. Þetta hafa þær gert síðan stelpan var ársgömul. Berglind tímdi ekki að henda brúðarkjólnum sínum eftir brúðkaupið og ákvað þess í stað að nota hann í þessar árlegu myndatökur. „Við giftum okkur 12. júlí 2014 og brúðkaupið var fullkomið í alla staði. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Páll Óskar og Monica sáu um að gera það ógleymanlegt. Veislan var svo haldin í Sjónarhóli, Kaplakrika.“ Brúðarkjólinn fann Berglind Dís á síðunni Aliexpress og þrátt fyrir að hann hafi ekki verið rándýr, hafði hann mikið tilfinningalegt gildi. „Ég keypti kjólinn á Aliexpress, ég vildi eyða meiri pening í önnur atriði í brúðkaupinu eins og tónlist. Ég fann þennan eiginlega strax og ég byrjaði að leita. Hélt áfram að skoða en þessi fyrsti átti hug minn allan, svo ég tók sénsinn og pantaði. Hann kostaði ekki nema 20 þúsund krónur svo ég var að renna svolítið blint í sjóinn, þetta var viss áhætta, hvort ég fengi kjól drauma minna eða eitthvað drasl eins og svo margir hafa lent í. En svo kom hann, mánuði fyrir brúðkaup, algjörlega fullkominn. Framúrskarandi saumavinna, öll smáatriði í kjólnum fullkomin.“ Draumakjóllinn of lítill Gallinn var að „fullkomni“ kjóllinn passaði ekki. Hann var einfaldlega of þröngur. „Það vantaði fimm til sex sentímetra upp á að ég gæti rennt upp. Það var ekki séns að stækka kjólinn á neinn hátt, toppstykkið er gert úr blúndu. Ég vildi engan annan kjól, vildi bara þennan svo það var bara harkan sex og á þessum mánuði náði ég að renna upp og var eins og prinsessan sem ég vildi vera á brúðkaupsdaginn. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér að losa mig við hann.“ Það var þá sem Berglind ákvað að taka ljósmyndir af dóttur sinni í kjólnum á hverju ári. „Ég sá þessa hugmynd á Pinterest en þar var einhver sem hafði látið dóttir sína í kjólinn á hverju brúðkaupsafmæli. Ég útfærði þó hugmyndina öðruvísi og tek myndir af henni fyrir hvert afmæli hjá henni, sem er í janúar.“ Fyrsta myndin var tekin í janúar 2015 en þá var stúlkan eins árs gömul. Berglind Dís hefur því tekið slíka mynd sex ár í röð og stefnir á að halda myndatökunum áfram svo lengi sem dóttirin samþykkir að taka þátt í þessu. „Henni finnst þær æðislegar, hún elskar að fá að fara í stóra kjólinn. Við gerum þetta bara einu sinni á ári, í kringum afmælið hennar en samt er þetta rætt allt árið, hún spyr mikið út í þetta og hvenær hún geti farið næst í kjólinn, henni finnst þetta skemmtileg upplifun og nýtur þess að eiga stund í kjólnum á hverju ári.“ Berglind Dís í kjólnum á stóra daginn.Aðsend mynd Berglind Dís segir að það væri algjör draumur ef stelpan endar á að gifta sig í sama kjól, en ætlar þó ekki að setja pressu á það. „Núna þegar hún er orðin sex ára er hún farin að pæla aðeins meira í þessu og af hverju við séum að þessu. Við ræddum að þetta væri gaman fyrir hana þegar hún verður stærri, að eiga mynd af sér á hverju ári í þessum kjól. Ég sagði við hana að svo þegar hún giftir sig sjálf þá mætti hún nota þennan kjól, ef hún vildi. Hún sagðist strax vilja það sem var virkilega gaman að heyra, mér þætti það þvílíkur heiður ef hún vill nota hann í hvaða mynd sem er“.
Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira