Gámarnir „krumpuðust“ utan um húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 10:38 Frá höfninni á Flateyri fyrir helgi. Vísir/Jói K. Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18
Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00