Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:24 Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jóhann Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira