Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 19:30 Engin smit hafa greinst hér á landi. Vísir/Egill Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tilmælunum er ætlað að hjálpa almenningi og ferðamönnum að draga úr líkum á alvarlegum veikindum og fækka smitleiðum. Lögð er áhersla á handhreinsun og hreinlæti í kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðferð fæðu. Lesa má umræddar leiðbeiningar í heild sinni hér fyrir neðan: Hreinsið hendur oft og reglulega; notið heitt vatn og sápu - einnig handspritt ef kostur er. Hóstið og hnerrið í krepptan olnboga eða í pappír (eldhúss- eða klósettpappír) og hendið pappírnum strax að notkun lokinni. Gætið hreinlætis kringum augu og öndunarveg; munn og nef. Forðist náið samneyti við fólk sem er með hita eða hósta eða augljós flensueinkenni. Reynið sjálf að komast hjá ferðalögum ef veikindi af þessu tagi eru til staðar. Ef þið eruð með háan hita eða þungan hósta eða finnið fyrir öndunarerfiðleikum leitið þá til læknis þegar í stað og greinið frá nýlegum ferðalögum, hafi einhver verið. Munið að hringja á viðkomandi heilbrigðisstofnun eða í símanúmerið 1700 (Ísland) áður en farið er þangað svo hægt sé að gera ráðstafanir þar til að forðast smit. Forðist alla óvarða snertingu við villt dýr og húsdýr á landsvæðum þar sem kórónaveiran hefur greinst. Á ferðalögum um þekkt smitsvæði kórónaveiru ætti fólk að forðast hráar eða lítið eldaðar dýraafurðir. Það á einkum við um hrátt kjöt, mjólk og innyfli dýra. Mikilvægt er að gæta ítrustu varúðar við eldamennsku á smitsvæðum þar sem kórónaveira hefur greinst. Helstu einkenni líkist inflúensusýkingu Frekari upplýsingar um veiruna má finna á vef Landspítalans þar sem greint er frá því að einkenni hennar líkist helst inflúensusýkingu. Ber þar helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Ekki talin ástæða til að hvetja til ferðabanns Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína. Veiran hefur ekki hlotið eiginlegt nafn af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hefur hún því ýmist gengist undir nafninu kórónaveiran, nýja kórónaveiran eða verið kennd við kínversku borgina Wuhan, þar sem veiran er talin hafa átt upptök sín. Samkvæmt Embætti landlæknis er ekki ástæða að sinni til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en ferðamenn eru þó hvattir til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum um þau svæði Kína þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð við áætlanagerð vegna faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10 Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tilmælunum er ætlað að hjálpa almenningi og ferðamönnum að draga úr líkum á alvarlegum veikindum og fækka smitleiðum. Lögð er áhersla á handhreinsun og hreinlæti í kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðferð fæðu. Lesa má umræddar leiðbeiningar í heild sinni hér fyrir neðan: Hreinsið hendur oft og reglulega; notið heitt vatn og sápu - einnig handspritt ef kostur er. Hóstið og hnerrið í krepptan olnboga eða í pappír (eldhúss- eða klósettpappír) og hendið pappírnum strax að notkun lokinni. Gætið hreinlætis kringum augu og öndunarveg; munn og nef. Forðist náið samneyti við fólk sem er með hita eða hósta eða augljós flensueinkenni. Reynið sjálf að komast hjá ferðalögum ef veikindi af þessu tagi eru til staðar. Ef þið eruð með háan hita eða þungan hósta eða finnið fyrir öndunarerfiðleikum leitið þá til læknis þegar í stað og greinið frá nýlegum ferðalögum, hafi einhver verið. Munið að hringja á viðkomandi heilbrigðisstofnun eða í símanúmerið 1700 (Ísland) áður en farið er þangað svo hægt sé að gera ráðstafanir þar til að forðast smit. Forðist alla óvarða snertingu við villt dýr og húsdýr á landsvæðum þar sem kórónaveiran hefur greinst. Á ferðalögum um þekkt smitsvæði kórónaveiru ætti fólk að forðast hráar eða lítið eldaðar dýraafurðir. Það á einkum við um hrátt kjöt, mjólk og innyfli dýra. Mikilvægt er að gæta ítrustu varúðar við eldamennsku á smitsvæðum þar sem kórónaveira hefur greinst. Helstu einkenni líkist inflúensusýkingu Frekari upplýsingar um veiruna má finna á vef Landspítalans þar sem greint er frá því að einkenni hennar líkist helst inflúensusýkingu. Ber þar helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Ekki talin ástæða til að hvetja til ferðabanns Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Hátt í níu þúsund einstaklingar hafa nú greinst með veiruna, nær allir í Kína. Veiran hefur ekki hlotið eiginlegt nafn af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hefur hún því ýmist gengist undir nafninu kórónaveiran, nýja kórónaveiran eða verið kennd við kínversku borgina Wuhan, þar sem veiran er talin hafa átt upptök sín. Samkvæmt Embætti landlæknis er ekki ástæða að sinni til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en ferðamenn eru þó hvattir til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum um þau svæði Kína þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð við áætlanagerð vegna faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10 Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Búist við töfum á póstsendingum frá Kína Mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til Kína sökum Wuhan-veirunnar sem nú herjar. 31. janúar 2020 13:10
Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05