Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 16:42 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri þegar hann var leiddur fyrir dómara í nóvember. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira