Enski boltinn

BBC ku vera búið að finna eftirmann Lineker í Match of the Day

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hæstráðendur hjá BBC hafa mikið álit á Jermaine Jenas.
Hæstráðendur hjá BBC hafa mikið álit á Jermaine Jenas. vísir/getty

Jermaine Jenas gæti tekið við sem stjórnandi Match of the Day þegar Gary Lineker dregur sig í hlé. Þetta herma heimildir Daily Mail.

Jenas er í miklum metum hjá hæstráðendum BBC og þeir horfa til hans sem eftirmanns Lineker.

Jenas er einn af sérfræðingum Match of the Day og þá hefur hann einnig unnið fyrir BT Sport, eins og Lineker.

Match of the Day hefur verið í umsjón Linekers síðan 1999. Hæstráðendur hjá BBC vilja ekki losna við Lineker en ætla að eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir það þegar hann stígur til hliðar.

Jenas mun á næstunni fá fleiri tækifæri sem þáttastjórnandi til að búa hann undir að taka við Match of the Day.

Jenas hefur starfað við fjölmiðla síðan hann lagði skóna á hilluna vegna meiðsla árið 2014. Hann lék lengst af með Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×