„Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla“ Heimsljós 31. janúar 2020 10:30 Mereng Alima Bessela. UN Women Valdeflandi námskeið UN Women víða um heim miða að því að gera konur sjálfbærar í rekstri og viðskiptum. Námskeiðin taka mið af svæðisbundnum veruleika og tækifærum. Á vef UN Women er sögð saga Mereng Alima Bessela, fimmtugrar konu í Kamerún, sem er „frumkvöðull fram í fingurgóma,“ eins og segir í greininni. „Hún er einstæð fimm barna móðir og býr í Kamerún. Nýverið hellti hún sér út í karllægan geira, kakóræktun. Bessela er þó ekki með öll eggin í sömu körfunni því meðfram kakóræktinni rekur hún veitingastað og stundar fiskeldi. Bessela skorti ekki hugvitið þegar hún reið á vaðið og gerðist kakóbóndi, helstu hindranirnar sem hún mætti þó voru skortur á fjármagni og rekstrar- og viðskiptakunnáttu. „Barnsfaðir minn hélt framhjá mér, svo ég skildi við hann. Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla. Mikilvægast af öllu er að þau ljúki öll námi og fái góða vinnu,“ segir Bessela og heldur áfram. „Reksturinn gengur vel, á veitingastaðnum mínum kokka ég hefðbundinn kamerúnskan mat sem fólk kann að meta. Árið 2017 fékk ég þá hugmynd að hefja fiskeldi. Ég eyddi í fyrstu miklum peningum í að byggja tjarnir fyrir fiskeldið en upp komu ýmis vandamál. Til dæmis ef það var trjárót í tjörninni, drakk hún allt í sig. Í fyrstu byggði ég einnig frárennslið úr leðju en svo þegar rigndi gaf það sig og fiskarnir runnu úr tjörninni. Fleiri svona vandamál blöstu við mér í ferlinu. En þegar ég fór á námskeið á vegum UN Women fékk ég hagnýtar lausnir á þessum vandamálum.“ Bessela segist hafa lært að smíða fiskeldisker sem virka á námskeiðunum, hún hafi lært að útbúa fiskafóður með því að nota afurðir úr heimahaga, sem eru bæði ódýr og umhverfisvæn, auk þess sem hún hafi hlotið þjálfun í rekstri og viðskiptafræði sem hafi hjálpað henni að stækka fyrirtækið sitt.“ Eftir námskeiðin fékk Bessela nýja hugmynd. „Eftir skilnaðinn, náði ég að kaupa landareign, ræktaði landið upp og setti á laggirnar kakórækt. Draumur minn er að byggja mitt eigið hús. Þá get ég hætt að kokka, lifað af fiskeldi og kakóræktun og búið í mínu eigin húsi.“ Saga Besselu er gott dæmi um hvernig UN Women styður við konur og útvegar þeim réttu tólin til að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með valdeflingu og sjálfbærni að leiðarljósi. Kamerún Þróunarsamvinna Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent
Valdeflandi námskeið UN Women víða um heim miða að því að gera konur sjálfbærar í rekstri og viðskiptum. Námskeiðin taka mið af svæðisbundnum veruleika og tækifærum. Á vef UN Women er sögð saga Mereng Alima Bessela, fimmtugrar konu í Kamerún, sem er „frumkvöðull fram í fingurgóma,“ eins og segir í greininni. „Hún er einstæð fimm barna móðir og býr í Kamerún. Nýverið hellti hún sér út í karllægan geira, kakóræktun. Bessela er þó ekki með öll eggin í sömu körfunni því meðfram kakóræktinni rekur hún veitingastað og stundar fiskeldi. Bessela skorti ekki hugvitið þegar hún reið á vaðið og gerðist kakóbóndi, helstu hindranirnar sem hún mætti þó voru skortur á fjármagni og rekstrar- og viðskiptakunnáttu. „Barnsfaðir minn hélt framhjá mér, svo ég skildi við hann. Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla. Mikilvægast af öllu er að þau ljúki öll námi og fái góða vinnu,“ segir Bessela og heldur áfram. „Reksturinn gengur vel, á veitingastaðnum mínum kokka ég hefðbundinn kamerúnskan mat sem fólk kann að meta. Árið 2017 fékk ég þá hugmynd að hefja fiskeldi. Ég eyddi í fyrstu miklum peningum í að byggja tjarnir fyrir fiskeldið en upp komu ýmis vandamál. Til dæmis ef það var trjárót í tjörninni, drakk hún allt í sig. Í fyrstu byggði ég einnig frárennslið úr leðju en svo þegar rigndi gaf það sig og fiskarnir runnu úr tjörninni. Fleiri svona vandamál blöstu við mér í ferlinu. En þegar ég fór á námskeið á vegum UN Women fékk ég hagnýtar lausnir á þessum vandamálum.“ Bessela segist hafa lært að smíða fiskeldisker sem virka á námskeiðunum, hún hafi lært að útbúa fiskafóður með því að nota afurðir úr heimahaga, sem eru bæði ódýr og umhverfisvæn, auk þess sem hún hafi hlotið þjálfun í rekstri og viðskiptafræði sem hafi hjálpað henni að stækka fyrirtækið sitt.“ Eftir námskeiðin fékk Bessela nýja hugmynd. „Eftir skilnaðinn, náði ég að kaupa landareign, ræktaði landið upp og setti á laggirnar kakórækt. Draumur minn er að byggja mitt eigið hús. Þá get ég hætt að kokka, lifað af fiskeldi og kakóræktun og búið í mínu eigin húsi.“ Saga Besselu er gott dæmi um hvernig UN Women styður við konur og útvegar þeim réttu tólin til að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með valdeflingu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Kamerún Þróunarsamvinna Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent