Send í leyfi eftir að hafa sett þeldökk börn í hlutverk þræla í skólaleikriti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 16:05 Frá Hamden í Connecticut. Google Maps Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden. Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden.
Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira