Tilkynnti eigið innbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 07:37 Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira