Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 12:28 Þórdís Kolbrún segir hópinn sem hittist í gær hafa hugað að sóttvarnareglum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti. Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti.
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira