Gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 15:18 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27