Íslendingum ráðið frá ferðalögum Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 15:36 Embætti landlæknis hefur birt leiðbeiningar um sóttkví en breyttar reglur taka gildi á miðvikudag. Frá og með þeim tíma verða öll lönd og svæði heimsins skilgreind sem áhættusvæði. Lögreglan Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18
Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12