Ásmundur: Virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2020 20:11 Ásmundur heldur enn í vonina en viðurkennir að staða Fjölnis sé orðin ansi slæm. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56