„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 08:00 Það verður eflaust í nógu að snúast hjá Beiti Ólafssyni í marki KR gegn Celtic í kvöld. SAMSETT/GETTY/BÁRA Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett. KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett.
KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30