Markalaust í toppslagnum í Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 19:08 Robert Lewandowski tókst ekki að skora, aldrei þessu vant. vísir/getty Bayern München og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Bayern er því enn með eins stigs forskot á Leipzig á toppnum. Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach eru svo skammt undan. Heimamenn voru miklu meira með boltann en vörn gestanna var öflug. Bayern fékk vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en dómnum var breytt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Timo Werner og Marcel Sabitzer fengu bestu færi Leipzig en Leon Goretzka komst næst því að skora fyrir Bayern. Leipzig hefur ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum; gert tvö jafntefli og tapað einum. Þýski boltinn
Bayern München og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Bayern er því enn með eins stigs forskot á Leipzig á toppnum. Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach eru svo skammt undan. Heimamenn voru miklu meira með boltann en vörn gestanna var öflug. Bayern fékk vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en dómnum var breytt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Timo Werner og Marcel Sabitzer fengu bestu færi Leipzig en Leon Goretzka komst næst því að skora fyrir Bayern. Leipzig hefur ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum; gert tvö jafntefli og tapað einum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti