Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2020 20:45 Horft til norðurs yfir höfnina frá gatnamótum Hvaleyrarbrautar og Strandgötu. Neðst til hægri kemur biðstöð borgarlínu. Mynd/Hafnarfjarðarbær. Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44
Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00