Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:51 Bjarni er ekki sáttur við skrif Þorgerðar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00