Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli bíða nú í allt að sjö klukkutíma eftir viðskiptavinum. Þeir tengja minni viðskipti við Wuhan veiruna. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira