Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. febrúar 2020 15:52 Mynd tekin innan úr vélinni eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur. Matthildur Sigurðardóttir Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira