Vaka hagsmunafélag stúdenta 85 ára Azra Crnac og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir skrifa skrifar 7. febrúar 2020 12:30 Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun