Manchester United sagt tilbúð að lækka verðið á Pogba um 4,8 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:30 Paul Pogba hefur lítið sést í Manchester United búningnum að undanförnu. Getty/ James Williamson Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira