Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:57 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira