Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira