Lengstu geimdvöl konu lauk í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Koch var alsæl þegar hún fann fyrir sólargeislum á eigin skinni í fyrsta skipti í tæpa ellefu mánuði í morgun. Vísir/EPA Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020 Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020
Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira