Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Ýmir Örn Gíslason spilar ekki fleiri leiki með Val á þessu tímabili en ætlar að koma aftur í Val eftir atvinnumennskuna. Mynd/S2 Sport Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira