„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:35 Weinstein við dómshúsið í New York í gær, 5. febrúar. Vísir/AP Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30