Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:34 Jessica Mann mætir í dómsal 31. janúar. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í tvígang á hótelherbergi í New York árið 2013. Vísir/getty Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30