Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Hér má sjá hvað hver frambjóðandi fær af svokölluðum ríkisfulltrúaígildum. Vísir/Hafsteinn Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20