Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Hér má sjá hvað hver frambjóðandi fær af svokölluðum ríkisfulltrúaígildum. Vísir/Hafsteinn Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20