Ýmir Örn Gíslason á leið til Rhein-Neckar Löwen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ýmir Örn Gíslason í leik með Val. Vísir/Bára Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen. Það var búist við því að Ýmir Örn Gíslason færi út í atvinnumennsku eftir þetta tímabil en þýska liðið vildi fá hann strax út og Valsmenn ákváðu að leyfa stráknum að fara út. Hann missir því af restinni af tímabilinu hér heima. Ýmir Örn Gíslason er 22 ára gamall línumaður sem stóð sig frábærlega í vörn íslenska landsliðsins á EM í janúar. Hann hefur leikið 40 A-landsleiki frá árinu 2017 og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið meistaraflokksmaður hjá Val síðan tímabilið 2014-15. Valur missir þarna landsliðsmanninn sinn og algjöran lykilmann í miðri vörn liðsins. Það gæti orðið þrautinni þyngra fyrir þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson að fylla í skarð hans í miðri vörninni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Rhein-Neckar Löwen er í sjötta sæti í þýsku deildinni en þó bara þremur stigum frá þriðja sætinu. Löwen spilar í Mannheim sem er tæplega 300 þúsund manna borg við Rínarfljót í suðvestur Þýskalandi. Ýmir verður þriðji Íslendingurinn hjá Rhein-Neckar Löwen í dag en fyrir eru þjálfari Kristján Andrésson og örvhenta skyttan Alexander Petersson. Fleiri Íslendingar hafa spilað með Löwen eins og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði einnig liðið um tíma. Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen. Það var búist við því að Ýmir Örn Gíslason færi út í atvinnumennsku eftir þetta tímabil en þýska liðið vildi fá hann strax út og Valsmenn ákváðu að leyfa stráknum að fara út. Hann missir því af restinni af tímabilinu hér heima. Ýmir Örn Gíslason er 22 ára gamall línumaður sem stóð sig frábærlega í vörn íslenska landsliðsins á EM í janúar. Hann hefur leikið 40 A-landsleiki frá árinu 2017 og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið meistaraflokksmaður hjá Val síðan tímabilið 2014-15. Valur missir þarna landsliðsmanninn sinn og algjöran lykilmann í miðri vörn liðsins. Það gæti orðið þrautinni þyngra fyrir þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson að fylla í skarð hans í miðri vörninni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Rhein-Neckar Löwen er í sjötta sæti í þýsku deildinni en þó bara þremur stigum frá þriðja sætinu. Löwen spilar í Mannheim sem er tæplega 300 þúsund manna borg við Rínarfljót í suðvestur Þýskalandi. Ýmir verður þriðji Íslendingurinn hjá Rhein-Neckar Löwen í dag en fyrir eru þjálfari Kristján Andrésson og örvhenta skyttan Alexander Petersson. Fleiri Íslendingar hafa spilað með Löwen eins og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði einnig liðið um tíma.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira