Fylgir áheyrn ábyrgð? Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:00 Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rómur Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun