Fylgir áheyrn ábyrgð? Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:00 Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rómur Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun