Náði einstökum myndum af baráttu hafarna um silung við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 22:00 Á þessari mynd sem Gísli tók sést vel barátta arnanna um bráðina. Gísli Rafn Jónsson Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan. Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan.
Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent