Það eru þrjár beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 í dag. Handbolti, körfubolti og fótbolti eru á dagskránni í kvöld.
Skallagrímur og Keflavík mætast í Dominos-deild kvenna. Keflavík í 3. sætinu með 24 stig en Skallagrímur er í 5. sætinu með 20 stig.
Klukkan 19.45 verður flautað til leiks í enska bikarnum er Tottenham og Southampton mætast í endurteknum leik. Sigurvegarinn kemst í 16-liða úrslitin.
Svava Kristín Grétarsdóttir og spekingar hennar mæta svo til leiks klukkan 21.15 er Olís-deild kvenna útgáfan af Seinni bylgjunni fer af stað.
Umferðir sjö til fjórtán verða gerðar upp og rýnt í komandi leiki.
Allar beinu útsendingar næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar dagsins:
19.05 Skallagrímur - Keflavík (Stöð 2 Sport 2)
19.40 Tottenham - Southampton (Stöð 2 Sport)
21.15 Seinni bylgjan - Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2)
Í beinni: Handbolti og körfubolti hér heima og Mourinho út í heimi
