Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ragna Árnadóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis í dag. Vísir/Elín Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín Alþingi Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín
Alþingi Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira