Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 17:00 Finnut Atli Magnússon eftir leikinn á móti Njarðvík í gær. Mynd/S2 Sport Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira