Hataði launin sín af öllu hjarta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:45 Eflingarfólk gekk frá Iðnó yfir í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14. Fyrir göngunni fór formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. vísir/emb Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44