Segir samskipti á netinu vera samskipti við fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 18:30 Helga segir að fyrirtækin sem standi baki samfélagsmiðlum fylgist með samskiptum fólks á netinu. Samtal við fjölskyldu og vini sé því samtal við fyrirtækið. epa/Dan Kitwood „Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“ Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“
Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira