Flest banaslys á fjöllum á Esjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 21:15 Frá björgunaraðgerðum við Móskarðshnjúka í síðustu viku. Vísir/Egill Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð.
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira