Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sjö ára pakistansks drengs og fjölskyldu hans, hafi varpað ljósi á galla á kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg á morgun. Aðgerðirnar munu hafa víðtæk áhrif og þurfa um 3.500 leikskólabörn að vera heima eftir hádegi.
Rætt verður við björgunarsveitarmann sem telur að efla þurfi snjóflóðavarnir í Esjunni samhliða auknum útivistaráhuga. Fjallið sé eitt það hættulegasta á landinu.
Einnig verður fjallað um Wuhan-veiruna, forval demókrata í bandarísku forsetakosningunum og sigurgöngu tónskáldsins Hildar Guðnadóttur.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Innlent