Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein á leiðtogafundi EFTA í morgun. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.
Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira