Forval demókrata hefst í Iowa Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. febrúar 2020 08:31 Frá kosningafundi Bernie Sanders sem mælist með mestan stuðning frambjóðanda fyrir forvalið í Iowa. AP/John Locher Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira