Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2020 19:15 Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04