Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira